top of page

Þjónusta við seljendur

FMÍS tekur við öllum fisktegundum og kemur þeim í verð.

Sala á uppboði

Þegar komið er með fisk til sölu sjá starfsmenn FMÍS um að skrá fiskinn í sölukerfi Reiknistofu fiskmarkaða. Skráðar eru upplýsingar um veiðisvæði, þyngd, aldur, stærð, hitastig og veiðarfæri ásamt rekjanlegu auðkenni karsins sem fiskurinn er í. Allar þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi kl. 12 á hádegi og uppboð hefst kl. 13.

FMÍS tekur einnig við tilkynningum frá áhöfnum skipa um afla sem er á leið í land þegar uppboðið fer fram og þarf þá áhöfnin að gera grein fyrir áðurnefndum atriðum. FMÍS áskilur sér rétt til að framkvæma nauðsynlegar leiðréttingar að loknu uppboði ef aflinn reynist ekki vera í samræmi við innsendar upplýsingar, við móttöku hjá FMÍS.  

Þegar útgerð hefur tilkynnt afla sinn til sölu á uppboði hjá FMÍS er viðkomandi útgerð skuldbundin til að selja afla sinn þar á því verði sem fæst á uppboðinu. Ekki er hægt að breyta eða hætta við eftir að sala hefur farið fram á uppboðinu. Afhending á seldum afla til FMÍS er á ábyrgð útgerðar.

Greiðslumiðlun og uppgjörstímabil

FMÍS annast lögbundnar greiðslur af söluverðmæti til Greiðslumiðlunar sjávarútvegsins, auk aflagjalds til löndunarhafnar. Uppgjörstímabil er ein vika frá föstudegi til fimmtudags og greiðsla til seljanda fer fram á föstudegi, 8 dögum eftir lok uppgjörstímabils.

 

Stærðarflokkun

FMÍS hefur vélbúnað til að stærðarflokka bolfisk í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, og  Stykkishólmi. Notaðir eru stærðarflokkar Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér.  Gjald er tekið fyrir stærðarflokkun, sjá gjaldskrá.

Slæging

FMÍS býður seljendum og kaupendum slægingu á bolfiski í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Skagaströnd og Stykkishólmi. 

Flokkunar- og slægingarstöð FMÍS hefur hlotið rekjanleikavottun MSC (MSC-C-55750), allur fiskur sem er MSC vottaður fyrir slægingu er því áfram MSC vottaður eftir slægingu. 

Endurvigtun og úrtaksvigtun

FMÍS annast vigtun og endurvigtun allra tegunda af fiski í samræmi við reglugerðarákvæði. Gjaldtaka er skv. gjaldskrá.

Beitusala

FMÍS selur flestar tegundir beitu, svo sem síld, sauri, smokkfisk og makríl.

fmis 013.jpg

Gæðatrygging

file6.jpeg
Bankaábyrgð

FMÍS krefst bankaábyrgðar af öllum kaupendum svo skilvís greiðsla til seljenda er ávallt tryggð.

Rekjanleiki

Skráning á númerum fiskkara tryggir að þótt búið sé að afhenda fisk að loknu uppboði má rekja hann til bátsins sem honum var landað úr.

Viðbrögð við frávikum

Fiskur er vandmeðfarinn og því hætta á að upp komi atvik sem krefjast leiðréttingar. FMÍS leitast við að ljúka öllum slíkum málum á sanngjarnan og fljótlegan hátt. Eðlilegt er að hefja slíkt ferli í athugasemdakerfi Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér.

Verklagsreglur

Til að tryggja framkvæmd og gæði flokkunar- og slægingarþjónustu hefur FMÍS gefið út verklagsreglur þar sem fram kemur hvernig skuli staðið að því að panta flokkunar- og slægingarþjónustu, hvernig fiski skuli skilað og hann afhentur þannig að rekjanleiki afla verði tryggður. Sjá verklagsreglurnar hér. Eyðublöð sem vísað er til í reglunum má nálgast hér.

Gæðatrygging

Að eiga söluviðskipti við FMÍS

Bankaábyrgð

FMÍS krefst bankaábyrgðar af öllum kaupendum svo skilvís greiðsla til seljenda er ávallt tryggð.

Rekjanleiki

Skráning á númerum fiskkara tryggir að þótt búið sé að afhenda fisk að loknu uppboði má rekja hann til bátsins sem honum var landað úr.

Viðbrögð við frávikum

Fiskur er vandmeðfarinn og því hætta á að upp komi atvik sem krefjast leiðréttingar. FMÍS leitast við að ljúka öllum slíkum málum á sanngjarnan og fljótlegan hátt. Eðlilegt er að hefja slíkt ferli í athugasemdakerfi Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér.

Verklagsreglur

Til að tryggja framkvæmd og gæði flokkunar- og slægingarþjónustu hefur FMÍS gefið út verklagsreglur þar sem fram kemur hvernig skuli staðið að því að panta flokkunar- og slægingarþjónustu, hvernig fiski skuli skilað og hann afhentur þannig að rekjanleiki afla verði tryggður. Sjá verklagsreglurnar hér. Eyðublöð sem vísað er til í reglunum má nálgast hér.

809482.jpg
Viðskipti við FMÍS

Gjaldskrá seljenda

Eftirfarandi gjaldskrá gildir frá og með
8. janúar 2018:

Söluþóknun2% af aflaverðmæti

Móttökugjald2,27 kr/kg

Löndun / vigtun2,50 kr/kg

Ís1,00 kr/kg af fiski

 
Slæging

Hrogn og lifur úr þorski er selt í nafni þess sem lætur slægja.

Þorskur, 1 - 5 kg.14,00 kr/kg

Þorskur, 5+ kg.13,00 kr/kg

Netafiskur 

Netafiskur13,00 kr/kg

Aðrar tegundir 

Allar tegundir annað en þorskur17,00 kr/kg

Allar tegundir - undirmál17,00 kr/kg

Flokkun

Þorskur4,12 kr/kg

Ýsa5,15 kr/kg

Gjaldskrá seljenda

Eftirfarandi gjaldskrá gildir frá og með
7. apríl 2024:

Söluþóknun 2% af aflaverðmæti*

Móttökugjald 2,5 kr/kg

Löndun / vigtun 2,50 kr/kg

Ís 1,00 kr/kg af fiski

Útkall eftir lokun: 17.500 kr.

*Söluþóknun á Akranesi, Reykjavík og Þorlákshöfn 3% af aflaverðmæti

Slæging

Hrogn og lifur úr þorski er selt í nafni þess sem lætur slægja.

Þorskur, 0 - 2 kg...........................................18,00 kr/kg
Þorskur, 2 - 8 kg...........................................14,00 kr/kg

Þorskur, 8+ kg...............................................13,00 kr/kg

 

Netafiskur 

Netafiskur.......................................................13,00 kr/kg

Aðrar tegundir 

Allar tegundir annað en þorskur..............18,00 kr/kg

Allar tegundir - undirmál...........................19,00 kr/kg

Flokkun

Þorskur..............................................................4,12 kr/kg

Ýsa.......................................................................5,15 kr/kg

Gjaldskrá

Meðhöndlun fisks

Góð meðferð fisks um borð skiptir mestu um gæði fisksins þegar hann er boðinn upp og þar með verðið sem fæst fyrir hann.

Hér fyrir neðan eru gagnlegar leiðbeiningar:

Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski (Bæklingur frá MATÍS)

Rétt aflameðferð (einblöðungur frá MATÍS)

Samanburður kælimiðla (Einblöðungur frá MATÍS)

Hér fyrir neðan má sjá hve mikinn ís þarf til að kæla eitt tonn af fiski niður í 0°C eftir sjávarhita. Sjávarhiti er valinn með því að færa bátinn til og frá og þá kemur ísmagnið fram.

Meðhöndlun fisks

Eyðublöð

Hér eru tvö eyðublöð:

 

BEIÐNI UM ÞJÓNUSTU er notað þegar óskað er eftir þjónustu FMÍS áður en aflinn hefur verið vigtaður.

 

UPPLÝSINGAR UM AFLA er notað þegar aflinn er kominn í land og búið að vigta.

 

Bæði eyðublöðin eru gagnvirk á vefnum og senda innslegnar upplýsingar til notandans og FMÍS í tölvupósti. Eyðublöðin henta vel fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Eyðublöð
bottom of page