top of page

Fyrirtækið

Félagið starfar á 9 stöðum: Akranesi, Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Aðalskrifstofa fyrirtæksins er í Ólafsvík en þar er jafnframt stærsti móttökustaðurinn. Einnig rekur félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi.

Meirihluti þess afla sem seldur er hjá Fiskmarkaði Íslands er af dagróðrabátum og er fiskurinn þá oftast seldur áður en honum er landað. Það tryggir kaupandanum góðan og ferskan fisk. Við löndun er þess gætt að fiskurinn sé vel ísaður og að honum sé raðað í einangruð fiskker, jafnframt er hitastig fisksins mælt og það skráð.

Uppboð fara fram á netinu í uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða kl 13:00 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum.

Hlutverk

Fiskmarkaður Íslands er brú á milli útgerðar og fiskvinnslu. Hann miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þá yfirfærslu. Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins.

Fiskmarkaður Íslands stuðlar að jafnvægi og stöðugleika í íslenskum sjávarútvegi með því að uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina sinna. Hann tryggir að útgerðir geti selt veiddan fisk og að vinnsluaðilar fái fisk  til vinnslu, á öruggan og hagkvæman hátt.  Fiskmarkaðurinn treystir með því starfsskilyrði sjávarútvegs vítt og breitt um landið og hefur mikil samfélagsleg áhrif.

Fiskmarkaður Íslands leggur áherslu á gæði, sem felast m.a. í vönduðum vinnubrögðum við meðhöndlun fisks og upplýsingagjöf. Starfsemi fyrirtækisins byggist á fyrsta flokks þjónustu og traustu sambandi við viðskiptavinina.

file5.jpeg
file15.jpeg

Saga

Hér er ágrip af sögu Fiskmarkaðar Íslands en lengri útgáfu má nálgast hér.

 

Á fundi Héraðsnefndar Snæfellinga 3. september 1991 var ákveðið að hefja undirbúning að stofnun fiskmarkaðs á Snæfellsnesi. Fram hafði komið að mikið magn af fiski væri flutt burt af svæðinu og vildu Snæfellingar efla atvinnulíf á svæðinu með því að stofna fiskmarkað.

Á grunni vinnu undirbúningsnefndar var ákveðið að stofna hlutafélag um rekstur fiskmarkaðs og var efnt til almennrar hlutafjársöfnunar á svæðinu. Um 80 fyrirtæki og einstaklingar voru skráðir fyrir hlutafé við stofnun félagsins, þar á meðal hafnarsjóðir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Eiginleg starfsemi Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. hófst með opnun starfsstöðvar í Ólafsvík og fór fyrsta uppboðið fram 8. janúar 1992. Fljótlega voru einnig opnaðar starfsstöðvar í Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi og á Arnarstapa.

Árið 1999 var Fiskmarkaður Snæfellsness hf., sem einnig var rekinn í Ólafsvík, sameinaður félaginu og ári síðar var Faxamarkaður hf. í Reykjavík, sem einnig var með starfsemi á Akranesi, sameinaður FMB og nafni þess breytt í Fiskmarkaður Íslands hf. Á árinu 2001 keypti félagið allt hlutafé i Fiskmarkaði Suðurlands hf. og sameinaði það Fiskmarkaði Íslands hf. Við það bættist við starfsstöð í Þorlákshöfn. Á þessum þremur árum 1999 – 2001 tvöfölduðust umsvif félagsins.

Flokkunar- og slægingarþjónusta bættist við starfsemina 2006 og á árinu 2007 var allt hlutafé í fiskmarkaðnum Örva ehf. á Skagaströnd keypt og það félag sameinað Fiskmarkaði Íslands hf.

Fiskmarkaður Íslands opnaði starfstöð í Bolungarvík haustið 2017 og á Sauðárkróki í september 2018 en lokaði báðum starfstöðvum í lok árs 2021. 

Fiskmarkaður Íslands hf. er í dag með starfsemi á átta stöðum, Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn.

Í frétt Morgunblaðsins 9. október 1991 var sagt að litið væri á stofnun félagsins sem mikilvægt samstarfsverkefni, sem væntanlega leiði til annars og meira í þeim efnum þegar fram líða stundir. Starfsemi Fiskmarkaðs Íslands hf. hefur frá upphafi gengið vel og haft jákvæð áhrif á sjávarútveg og samfélögin á starfssvæði sínu. Á fyrsta starfsári FMB voru seld 9.783 tonn fyrir um 758 milljónir króna eða meðalverð uppá 77,69 kr. pr. kg. Árið 2009 voru seld 47.700 tonn hjá Fiskmarkaði Íslands fyrir um 10,3 milljarða króna. Hlutdeild Fiskmarkaðs Íslands, í seldu magni og verðmætum hjá 13 fiskmörkuðum landsins, hefur undanfarin ár verið á bilinu 28-30%.

Saga

Starfsfólk á skrifstofu

Stjórn

Í stjórn FMÍS sitja:

  • Guðmundur Smári Guðmundsson, formaður stjórnar

  • Pétur Pétursson

  • Kristján Guðmundsson

  • Sigurður V. Sigurðsson

  • Illugi Jens Jónasson

Varamenn eru:

  • Friðþjófur Sævarsson

  • Rögnvaldur Ólafsson

Stjórn
Starfsfólk

Ragnar Smári Guðmundsson
Framkvæmdastjóri

430-3702/ 840-3702

ragnar[hjá]fmis.is

Auður
Kjartansdóttir

Fjármálastjóri

430-3708/ 840-3708

audur[hjá]fmis.is

Kristín Arnfjörð Sigurðardóttir

Gjaldkeri og bókhald

430-3705

kristin[hjá]fmis.is

Sæbjörn Elvan Vigfússon

Sölumál

430-3707/ 840-3709

saebjorn[hjá]fmis.is

Starfsfólk á skrifstofu

Útibú

Hér fyrir neðan má sjá starfsstöðvar FMÍS og nöfn allra starfsmanna sem starfa á hverjum stað

Útibú

Akranes

Fiskmarkaður Íslands
Faxabraut 5

300 Akranes

Sími 430 3724, GSM 840 3724

ÓH verktakar

Arnarstapi

Fiskmarkaður Íslands
Arnarstapa 
356 Arnarstapi

Sími 430 3723, GSM 840 3723
 

 

Guðmundur Már Ívarsson

arnarstapi[hjá]fmis.is

Grundarfjörður

Fiskmarkaður Íslands
Norðurgarður C 
350 Grundarfjörður

Sími: 430 3715, GSM 840 3715
Fax: 430 3716


Smári Björgvinsson, smari[hjá]fmis.is

Semek 866-7295

Fiskmarkaður Íslands
Norðurtanga 6
355 Ólafsvík

Sími 430 3709, Fax 430 3701

Löndunarsími 840 3700

olafsvik[hjá]fmis.is

  

Sæbjörn Elvan Vigfússon, sölumál

430 3707/840 3709  saebjorn[hjá]fmis.is

Smári Björgvinsson, útibússtjóri

840 3715  smari[hjá]fmis.is

Pawel Þorkelsson, löndun

Ásgeir Elíasson, löndun

Reykjavík

Fiskmarkaður Íslands
Grandagarði 16
101 Reykjavík

Sími 430 3740, Fax 430 3741

Örn Smárason, útibústjóri 

840-3742  orn[hjá]fmis.is

Geir Hilmarsson, vigtarmaður

840-3745

Fiskmarkaður Íslands
Hafnargötu 6 
360 Rif

Sími 430 3711, Fax 430 3712

Löndunarsími 840 3711

   

Hannes Gunnar Guðmundsson, útibússtjóri 

840-3705  rif[hjá]fmis.is

Sindri Magnússon, löndun

Gunnar Helgi Hannesson, löndun

Axel Kristinn Davíðsson, löndun 

Maciej Zaborski, löndun

Skagaströnd

Fiskmarkaður Íslands
Hafnarlóð 6
545 Skagaströnd

Sími 430 3750

Löndunarsími 840 3750

 

Reynir Lýðsson, útibústjóri 

840 3749  skagastrond[hjá]fmis.is   

Brynjar Max Ólafsson, löndun

Anton Orri Kvaran, löndun

330095412_1642713382913094_982895962523938198_n_edited.jpg

Fiskmarkaður Íslands
Hafnarskeiði 20
815 Þorlákshöfn

Sími 430 3730, Fax 430 3731

Vaktsími 840 3730

Ingigerður Eyglóardóttir, útibússtjóri og gæðastjóri 

8403737  inga[hjá]fmis.is

Guðmundur Ásgrímsson

Þórir R Þórisson

Michal Leszek Kujoth

Eyþór Þorvaldsson

Flokkunar- og slægingarstöð

Hafnargötu, Rifi

Sími 430 3722

slaeging[hjá]fmis.is

   

Pawel Renötuson, umsjónarmaður 

840 3725  pawel[hjá]fmis.is

Páll Hreiðarsson

840 3722  

Stefnur

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna FMÍS kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun (6. gr. laga nr. 150/2020). Jafnlaunastefnan nær til alls starfsfólks FMÍS.

FMÍS framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:

  • Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 sem mun taka stöðugum umbótum.

  • Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/2020.

  • Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir helstu niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.

  • Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðfestingarinnar eru ekki uppfylltar.

  • Árlegri rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.

bottom of page