top of page

Ávinningur af starfi FMÍS

Fiskmarkaður Íslands stuðlar að stöðugleika í íslenskum sjávarútvegi. 

Bæði seljendur og kaupendur hafa langtíma ávinning af viðskiptum hjá Fiskmarkaði Íslands og samfélagsleg áhrif af starfsemi hans eru mikil, bæði á þeim stöðum þar sem hann starfar en einnig víðar, þar sem aðilar í sjávarútvegi njóta ávinnings af miðlun fisks í samræmi við ólíkar þarfir.

Ávinningur seljenda
  • Í gegnum Fiskmarkað Íslands hafa seljendur aðgang að samkeppnismarkaði kaupenda, sem stuðlar að hæsta mögulega verði á hverjum tíma fyrir seljandann.

  • Fiskmarkaður Íslands tengir seljendur við breiðan hóp kaupenda með ólíkar þarfir og auðveldar þeim að losna við allar tegundir fisks, líka jaðartegundirnar sem fáir sækjast eftir.

  • Fjölþætt og lipur þjónusta Fiskmarkaðarins og vönduð vinnubrögð stuðla að auknum gæðum fisksins og auka líkur á sanngjörnu verði á markaði.

Ávinningur kaupenda
  • Fiskmarkaður Íslands veitir kaupendum aðgang að fjölbreyttu sjávarfangi. Hann greiðir fyrir sérhæfingu og hagkvæmni fiskvinnslunnar með því að tengja kaupendur með sérhæfðar óskir við stóran hóp seljenda á einfaldan og öruggan hátt

  • Með vönduðum vinnubrögðum við meðhöndlun fisks, upplýsingum um uppruna og ástand vörunnar og með traustu sambandi við viðskiptavini sína stuðlar Fiskmarkaður Íslands að aukinni gæðavitund og sanngjörnum viðskiptum

  • Fiskmarkaðurinn annast alla umsýslu við miðlun fisks á markaðnum og býður kaupendum margvíslega þjónustu við meðhöndlun og frágang hans. Fiskmarkaðurinn er auk þess í góðum tengslum við flytjendur fisksins. Að loknu uppboði getur kaupandinn því snúið sér að sinni starfsemi og því sem hann gerir best!

 Ávinningur samfélagsins
  • Fiskmarkaður Íslands uppfyllir ólíkar þarfir viðskiptavina sinna. Ávinningur kaupenda og ávinningur seljenda er ávinningur samfélagsins. Fiskmarkaðurinn treystir þannig starfsskilyrði sjávarútvegs vítt og breitt um landið og hefur mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif.

  • Fiskmarkaður Íslands er jafnframt stór vinnuveitandi með starfsemi á tíu stöðum á landinu og þar starfa að jafnaði 40 - 45 starfsmenn (árið 2017). Fiskmarkaður Íslands leitast við að tryggja ánægju starfsfólks síns og traust samband við það. 

file7.jpeg
file1-1.jpeg

Samfélagsverkefni FMÍS

Fiskmarkaður Íslands er stór þátttakandi í samfélaginu á þeim stöðum þar sem hann starfar. Fyrirtækið styður margvísleg samfélagsleg málefni, s.s. á sviði íþrótta, menningar og velferðarmála, en kýs að hafa ekki hátt um sitt framlag. 

Samfélagsverkefni
bottom of page