top of page

Ragnar Smári Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands hf


Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráðið Ragnar Smára Guðmundsson sem nýjan framkvæmda-stjóra félagsins.

Ragnar er fæddur og uppalinn í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Undanfarin 10 ár hefur hann starfað sem fjármálastjóri hjá flutninga-fyrirtækinu Ragnar og Ásgeir ehf.

Ragnar lauk BS.c gráðu i viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 2010. Ragnar er giftur Guðrúnu Hrönn Hjartardóttir og eiga þau þrjú börn.


Aron Baldursson sem gegnt hefur stöðunni í rúm fimm ár lætur nú af störfum að eigin ósk.





Kommentare


bottom of page