top of page

MSC vottun

Fyrr á þessu ári, 16. febrúar 2017, fékk Flokkunar- og slægingarstöð FMÍS á Rifi rekjanleikavottun MSC (MSC-C-55750). MSC- vottunin staðfestir að hráefni sem fer í gegnum stöðina sé upprunnið úr sjálfbærum fiskistofnum. Krafa um MSC vottun á erlendum mörkuðum hefur aukist síðastliðin ár. Með þessu er FMÍS að koma til mót við þær auknu kröfur sem gerðar eru til hráefnisins. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða fisktegundir eru vottaðar.

Reiknistofa fiskmarkaða hefur einnig fengið rekjanleikavottun MSC. Allur fiskur, sem fellur undir þær fisktegundir sem hafa verið vottaðar, sem seldur er á uppboði frá Fiskmarkaði Íslands er með MSC rekjaleikavottun nema fiskurinn komi frá öðrum seljendum en skipum og bátum sem ekki hefur hlotið MSC rekjanleikavottun.



Commentaires


Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is

RGB_FF 2023-2024-Ice-Red-Vert.png
Jafnlaunavottun_adalmerki_2023_2026_f_ljosan_grunn.png
MSC_62.jpg
bottom of page