Kæru viðskiptavinir Fiskmarkaðs Íslands á Sauðárkróki.
Því miður þurfum við að tilkynna ykkur, að frá og með 25.október næstkomandi verður ekki hægt að fá þjónustu frá Fiskmarkaði Íslands á Sauðárkróki.
Fiskmarkaður Íslands harmar þessa niðurstöðu og þakkar viðskiptavinum félagsins á Sauðárkróki fyrir stuðninginn frá því að starfstöðin var opnuð.
Guðmundur Björn (Gummi) mun starfa fyrir fyrirtækið á Skagaströnd. Vel verður tekið á móti öllum fiski til þjónustu á Skagaströnd líkt og á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins sem fyrr.
Kv,
Aron Baldursson
framkvæmdastjóri
Comments