Fiskmarkaður Íslands hf og Landstólpi gerðu með sér samning í upphafi árs um byggingu á nýju húsnæði fyrir starfsemi félagsins í Þorlákshöfn. Reiknað er með að framkvæmdir muni hefjast á næstu vikum og húsnæðið verði tilbúið til notkunar á haustmánuðum. Um ræðir 800 fermetra húsnæði að grunnfleti á vel staðsettri lóð við höfnina.
Um áramótin 2018/2019 keypti Smyril Line Ísland húsnæði félagsins við Hafnarskeið 11. Fiskmarkaður Íslands hefur síðan þá og er enn með sína starfsemi í húsnæðinu í samstarfi við Smyril Line og hefur það samstarf gengið vel. Nú sér fram á ný áform hjá báðum fyrirtækjum með sína aðstöðu og er það jákvætt, ekki bara fyrir fyrirtækin heldur samfélagið allt í Ölfusi.
Mynd: Sævar Örn Gíslason hjá Landstólpa (t.v.) og Aron Baldursson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands hf (t.h.)
Comments