top of page

Húsnæði Fiskmarkaðs Íslands hf í Þorlákshöfn


Smyril Line Ísland ehf hefur fest kaup á húsnæði Fiskmarkaðs Íslands við Hafnarskeið 11 í Þorlákshöfn.


Með þessum kaupum er félagið að koma sér upp bættri starfsaðstöðu í bænum enda hafa umsvifin aukist töluvert frá því að vikulegar siglingar hófust milli Þorlákshafnar og Rotterdam með M/V Mykinesi.


Fiskmarkaður Íslands hf. og Smyril Line hafa átt farsælt samstarf frá því að siglingar hófust þar sem Fiskmarkaðurinn hefur þjónustað Smyril Line við hleðslu vagna.


Fiskmarkaður Íslands hf. mun starfa áfram með óbreyttu sniði í húsnæðinu um sinn. Viðskiptavinir Fiskmarkaðs Íslands munu fá alla þjónustu fyrirtækisins áfram með sama hætti og verið hefur. Fiskmarkaður Íslands hf. fyrirhugar í kjölfarið að koma sér upp húsnæði sem hæfir betur starfseminni í Þorlákshöfn.


Skrifstofa Smyril Line í Þorlákshöfn mun flytja í nýja húsnæðið um áramótin.Comments


bottom of page