Fiskmarkaður Íslands fól IFS Greiningu nýlega að gera úttekt á áhrifum fumvarpanna um sjávarútveg sem nú liggja fyrir þingi. Í skýrslunni er farið yfir þróun sjávarútvegsins, helstu atriði í frumvörpunum, fjárhag sjávarútvegsins og loks tengsl við fiskmarkaði og byggðasjónarmið.

Fremst í skýrslunni er greinargott yfirlit um helstu niðurstöður. Þar kemur meðal annars fram að ef samþjöppun eykst í greininni megi allt eins gera ráð fyrir því að rekstrarforsendur fiskmarkaða versni frá því sem nú er þar sem enn erfiðara verður að fá seljendur fisks til að selja hann gegnum markaði.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is