Fyrr á þessu ári, 16. febrúar 2017, fékk Flokkunar- og slægingarstöð FMÍS á Rifi rekjanleikavottun MSC (MSC-C-55750). MSC- vottunin staðfestir að hráefni sem fer í gegnum stöðina sé upprunnið úr sjálfbærum fiskistofnum. Krafa um MSC vottun á erlendum mörkuðum hefur aukist síðastliðin ár. Með þessu er FMÍS að koma til mót við þær auknu kröfur sem gerðar eru til hráefnisins. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða fisktegundir eru vottaðar.

Reiknistofa fiskmarkaða hefur einnig fengið rekjanleikavottun MSC. Allur fiskur, sem fellur undir þær fisktegundir sem hafa verið vottaðar, sem seldur er á uppboði frá Fiskmarkaði Íslands er með MSC rekjaleikavottun nema fiskurinn komi frá öðrum seljendum en skipum og bátum sem ekki hefur hlotið MSC rekjanleikavottun.

Frá og með 11. júlí 2016 mun FMÍS að nýju geta veitt þeim flokkunar- og slægingarþjónustu á Snæfellsnesi sem eftir því óska. Til að tryggja framkvæmd og gæði þjónustunnar hefur FMÍS gefið út verklagsreglur þar sem fram kemur hvernig skuli staðið að því að panta flokkunar- og slægingarþjónustu, hvernig fiski skuli skilað og hann afhentur þannig að rekjanleiki afla verði tryggður.

Sjá hér verklagsreglur

Sjá hér gagnvirk eyðublöð

 

Stjórn Fiskmarkaðs Íslands hf. hefur ákveðið að breyta gjaldskrá félagsins á eftirfarandi hátt.

Gjöld fyrir þjónustu þar sem gjaldið er ákveðin kr. er hækkuð um 3% frá 1. september 2015
Gjöld fyrir þjónustu þar sem gjaldið er ákveðin % af verðmætum verður óbreytt.

Sjá gjaldskrá kaupenda og gjaldskrá seljenda.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is